Ef þú hefur orðið var/vör við hugsanlegt misferli sem snýr að starfsemi Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins (SHS), hvort sem er af hálfu starfsfólks eða annarra, getur þú nýtt þér ábendingargluggann hér að neðan til að senda inn ábendingu til okkar.
Hér má senda inn hvers kyns athugasemd sem er, t.d. um samskipti við SHS, grun um ófullnægjandi brunavarnir eða búsetu í atvinnuhúsnæði, öryggisbrot eða annað sem þú vilt koma á framfæri.
Við tökum hrósi einnig fagnandi.
Hver sem er getur haft samband. Farið verður yfir allar ábendingar af innra eftirliti SHS og komið í viðeigandi farveg. Æskilegt er að fylgja ábendingu sinni eftir og skilja eftir tölvupóstfang og/eða símanúmer.
Fólk er hvatt til þess að koma fram undir réttu nafni. Óskað er eftir upplýsingum svo hægt sé að hafa samband við viðkomandi að nýju, ef nauðsyn krefur. Áhersla er lögð á trúnað við þá sem koma fram með ábendingar. Ekki er mögulegt að ábyrgjast nafnleynd, ef lög mæla fyrir um annað. Þess skal getið að starfsmenn SHS eru bundnir trúnaðarskyldu um allt það sem þeir komast að í störfum sínum.
Allar ábendingar sem berast SHS eru metnar m.t.t. þess hvort tilefni sé til nánari athugunar og farvegur málsins ákveðinn. Þrátt fyrir að ábending leiði til slíkrar athugunar, telst sá sem ábendinguna veitti ekki sjálfkrafa aðili máls og því ekki hægt að veita viðkomandi upplýsingar um stöðu rannsóknar eða þróun mála.
Fyllsta trúnaði er heitið í allri málsmeðferð.